Græðgi ?

 

 

  1. 2. 2017

Græðgin á öllum sviðum í okkar þjóðfélagi er orðin svo almenn að það mun hrikta í hagkerfinu ef ekki verður breyting á.

Fæði, klæði,húsnæði og heilbrigðisþjónusta á ekki að vera gróðabrask. Húsnæði á t.d að verðleggjast af raun kostnaði en ekki eftir græðgi verktaka. Umræðan um lækkun byggingarkostnaðar er á villigötum.Lækkun íbúðaverðs næst ekki eingöngu með minni íbúðum og þar er hætta á því að fermetraverð verði hlutfallslega miklu hærra. Það er vitað hvað þarf að gera til að lækka byggingakostnað, en það virðist ekki vera vilji til þess að gera þær ráðstafanir sem að gagni koma. Og hverjar eru þær? Markaðurinn þarf fyrst og fremst að hunsa okurverð og græðgi sem viðgengst bæði á gömlum og nýjum íbúðum. Sveitafélög verða að selja lóðir á kostnaðar verði en ekki hafa þær sem tekjulind. Bankar verða að lækka fjármagnskostnað og lífeyrissjóðir að hætta að lána til leigufélaga, heldur lána íbúða kaupendum með t.d. 3% vöxtum. Er það ekki vaxta krafan sem þér vinna eftir.

Það er óþolandi að ungt fólk eða raunar hver sem er geti ekki með nokkru móti komið upp þaki yfir höfuðið vegna græðgi markaðarins og þeirra sem ráða fjármagninu.

Að fortíð skal hyggja þegar til framtíðar skal byggja. Hvernig var þessum málum háttað hér áður fyrr? Hvað varð til þess að þessi skelfilega þróun átti sér stað, óviðráðanlegt íbúða og leiguverð. Gæti sú þróun átt sér stað að unga fólkið sem er framtíð okkar þjóðar flytji úr landi og komi svo til baka sem hælisleitendur og húsnæðisvandinn leystur. Það er ef til vill ljótt að hugsa svona hvað þà skrifa ,en ástandið í húsnæðismálum er svo ískyggilegt að það kallar fram daprar hugsanir hjá þeim sem búa við þessi ömurlegu kjör.

Alþingi er nú vel mannað ungu fólki. Eigum við að binda vonir við þann hóp vaskra kvenna og manna. Því miður er lítil von til þess að þeir sem hafa allt að tíföldum launum margra þeirra sem berjast við okurhúsnæðiskostnað skilji og finni hinn raunverulega vanda. En sjáum til því ef vonin er farin þá er lítið eftir og framtíðin dökk. Ef ekki verður tekið á þeirri gífurlegu misskiptingu sem viðgengst í þessu þjóðfélagi svo að allir hafi í sig og á og þak yfir höfuðið, þá á þessi þjóð ekki framtíð.

 

IGÞ.


Kjarabarátta.

Í öllum stéttum þjóðfélagsins er fjárhagur einstaklinga afar misjafn. Þannig er það líka hjá svokölluðum eldriborgurum eða eftirlaunaþegum. En hvað skildi nú valda því að svo illa gengur að bæta kjör eldriborgara og kjörin svo ömurleg sem raun ber vitni. Gæti það verið að því að þeir sem raðast í stjórnir og nefndir séu þeir efnameiri og hafi því minni áhuga á að berjast fyrir fjárhagslegum kjörum en hugsi meir um kúluspilahallir eða hvað þetta nú heitir allt saman. Og gæti það einnig verið að þeir sem fara með þennan málaflokk þurfi ekki að kvíða ellinni miða við að þeim lánist að verða gamlir, því þeir hafa þegar tryggt sér góðan lífeyrir nú þegar. Ekki veit ég, en eitthvað er að. Sem betur fer eru til eftirlaunahópar sem hafa góðan lífeyrir og í sumum tilfellum meira en þeir geta torgað. En hvað með hina sem varla eiga fyrir lyfjum og öðrum nauðsynjum eins og oft er fjallað um í fjölmiðlum. Það þarf að jafna kjör eftirlaunaþega. Misskiptingin þar er orðin óþolandi eins og raunar í öllu þjóðfélaginu. Velferðarráðuneytið gefur út viðmiðunartölur sem þarf til lámargs framfærslu, en eftir því er ekki farið. Nú eru kjarasamningar framundan og yfirvofandi verkföll fjölda stéttafélaga. Kallað er eftir afstöðu stjórnmálaflokka hvort þeir styðji verkafólk í baráttunni. Það þarf einnig að kalla eftir stuðningi við kjör eldri borgara því það má ekki gleyma þeim atkvæðum, hvert atkvæði þeirra vegur jafnt á við þeirra sem meira mega sín.

MUNIÐ ÞETTA ELDRIBORGARAR!!!!  MUNIÐ ÞETTA FRAMBJÓÐENDUR.!!!!

 

Eldriborgarar verða að bera jafnt úr bítum í komandi kjarasamningum eins og aðrir launþegar þessa lands.


Til frambjóðenda vegna kosninga til sveita og bæjarstjórna maí 2014.


 

Ágætu frambjóðendur!

 

Nú þegar líða fer að kjördegi þurfa kjósendur að komast að niðurstöðu um hvaða flokka þeir munu styðja. Þá eru það auðvitað málefnin sem ráða miklu og gera verður ráð fyrir því að kjósendur kynni sér sem best helstu áherslur flokkanna fyrir næsta kjörtímabil og hvernig skattfé almennings verði varið.

 

Nú hef ég áhuga á t.d. því hvaða áherslur eru hjá flokkunum varðandi málefni eldra fólks, því nú er ég flokkaður meðal þeirra og verð að lifa af skammtinum eins og ég kalla það. Lítið eða ekkert hefur verið fjallað um þennan málaflokk enn sem komið er af hálfu frambjóðenda svo ég viti. Eru málefni eldri borgara ekki spennandi hjá ungu kynslóðinni sem gleymir því að allir eldast og vilja verða gamlir en ekki vera það?

 

Það er löngu viðurkennt að kjör svokallaðra eldri borgara hafa ekki í langan tíma verið eins léleg og nú. Það er einnig vitað að efnahagur eldri borgara er æði misjafn eins og er hjá örðum stéttum í okkar þjóðfélagi. Sem betur fer hafa margir nóg að bíta og brenna og sumir meira en þeir geta torgað en ég á við þá sem búa við hvað lökustu kjörin þegar ég nefni áherslur til að bæta kjör þeirra.

Þegar lífeyrissjóðirnir treysta sér ekki til að bæta þeim sem eru með lúsarlaun og ekki heldur Tryggingastofnun og ríkissjóður þarf á öllu sínu fjármagni að halda, þá er sá möguleiki eftir t.d. að sveitarfélögin hlaupi undir bagga.

 

En oftar en ekki kemur það fram bæði í ræðu og riti, hver á að borga? Þó kakan sé ekki stór á að vera hægt að skipta henni á réttlátari hátt en nú er gert. En það hefur því miður ekki tekist ennþá svo viðunandi sé. Það eru sjálfsagt markmið að bæta kjör eldri borgara, kjör sem hafa farið versnandi síðustu misseri svo óviðunandi er. Við lifum á undarlegum tímum svo ekki sé meira sagt. En þrátt fyrir það verður alltaf að hafa í huga réttlæti og sanngirni þegar fjármunum samfélagsins er deilt út.

 

Ég vil nefna eitt atriði sem leggja mætti áherslu á: Það er að eldri borgurum verði gert mögulegt að búa sem lengst í húsum og íbúðum sínum, sem þeir hafa stritað fyrir alla sína ævi á heiðarlegan hátt og hvergi komið nálægt fjármálasukki. Þarna er ég með í huga hin mjög svo háu fráveitu- og fasteignagjöld. Þau eru að mínu mati ekki sanngjörn gagnvart láglaunahópum, hvað svo sem má segja um þá sem eru með ofureftirlaun án þess að ég skilgreini það nánar.

Ég nefndi hér áðan undarlega tíma. Þegar lífskjörin hafa versnað sem aldrei fyrr þá gengur það auðvitað ekki hjá stjórnvöldum að seilast sífellt í vasa þeirra sem eru nánast tómir, því þannig hefur það verið. Það er ekki hygginna manna háttur að róa á mið þar sem lítið eða ekkert er að hafa. Það hefur ekki gengið sem skildi að bæta svo kjör eldri borgara og sjá það réttlæti sem felst í því að borgarar þessa lands þurfi ekki að kvíða ellinni eða ævikvöldi sem á að vera hverjum manni notalegt  miðað við að heilsan sé í lagi, og skilað hefur góðu ævistarfi af þrautseigju og samvisku.

 

Ekki gleyma þeim atkvæðum sem eldri borgarar hafa yfir að ráða. Þau eru jafngild öðrum atkvæðum. Ég vona svo að frá ykkur komi áherslur er varðar ofangreint fyrir kjördag.

 

Með vinsemd og kveðju,

Ingibjartur G. Þórjónsson.

ingibjartur@simnet.is


Hvar finnst flokkur?

HVAR FINNST FLOKKUR ???

Hvað er með hugsun okkar stjórnmálamanna  sem við völdum, og töldum okkur æðri til að hafa vit og dómgreind til afdrifaríkra ákvörðunar fyrir vora þjóð. Hverjar eru lausnir þeirra við  hnignandi ástandi? Er það fjölgun flokka eða skilningur á því að við þurfum að standa saman og enginn getur án annars verið.

Allir þættir í fjölmiðlum er fjalla um þjóðmál eru raunar bara sagnfræði líðandi stundar. Farið yfir stöðu mála dagsins og farið yfir talnarunur og afglöp þeirra sem ekki eru í viðtalinu. Þátt eftir þátt í mörgum fjölmiðlum er sami söngurinn um það liðna. Það  eru ófáir viðtalsþættir í fjölmiðlum sem enda  þannig að þegar kemur að kjarna málsins, Þá er sagt: Við verðumst víst að ljúka þessu núna því tíminn er  útrunninn.

Já hvar finnst  flokkur? Ekki furða þótt upp í huga komi, hvar í allri þessari flokkaflóru er að finna flokk sem okkur hugnast og hefur  skilning á lífinu eins og það er. Þá hugsar lesandinn. Líf hvers manns er eins misjafnt og mennirnir eru margir. En líf í henni efnislegu veröld á jafnt við alla þ.a.e.s. hvernig farið er með almanna fé. Og hvernig fé er aflað í sameiginlegan sjóð landsmanna.  

Hvar finnst flokkur  sem ekki gerir öldruðum ævikvöldið óþarflega dapurlegt?

Hvar finnst flokkur sem ekki mergsýgur eldriborgara fjárhagslega á dvalar og hjúkrunarheimilum?

Hvar finnst  flokkur sem gerir lífeyrisþegum kleyft að búa sem lengst í sýnum íbúðum? Td. með lækkun eða niðurfellingu gjalda?

Hvar finnst flokkur sem ekki skattleggur tekjur sem þarf til lámarks framfærslu?

Hvar finnst flokkur sem  ekki letur til öflunar tekna vegna óhóflegra skatta?

Hvar finnst flokkur sem ekki vill afsala sér fullveldi eftir aðeins 69 ára  sjálfstæði?

Hvar finnst flokkur sem ekki setur velferð erlendra þegna ofar sinna eigin?

Hvar finnst flokkur sem vill í raun laga verðtrygginguna?

Hvar finnst flokkur sem  vill auðlindir 100% í eigu þjóðarinnar?

Hvar finnst flokkur sem ekki vill selja orkufyrirtæki landsins?

Hvar finnst flokkur sem ekki vill einkavæða arðbærustu fyrirtæki þjóðarinnar?

Hvar finnst flokkur sem er treystandi til að leiðrétta skuldir heimilanna?

Hvar finnst flokkur sem í einlagni vill beint lýðræði.

Hvar finnst flokkur sem sem stendur við sín kosningaloforð?

Hvar finnst flokkur sem ekki notar frasann: Stefnt skal að.

Hvar finnst flokkur sem lofar ekki gegn betri vitund?

Alveg frá því ég fór að “fylgjast” með stjórnmálum, hafa flokkar og þar er enginn flokkur undanskilinn, svikið kosningaloforð. Og það á jafnt við alla flokka að afsökun, svikanna  sé þær að ástæður hafi breyst og þá  hafi þurft að semja um hlutina. (til að komast í stólana). En fráfarandi stjórn eins og hún er kölluð um þessar mundir hefur slegið öll met t.d.(skjaldborgin) og að mörgum finnst því miður vegna þess að alþýða þessa lands batt miklar vonir við norrænu velferðarstjórnina eins og hún kallar sig.

En er hægt að treysta flokka-skokkurum núna í allri loforðaflórunni um að andlaus orðaflaumur um allt og ekkert komi okkur sökkvandi þjóð  upp á yfirborðið. Nei.Það eru réttu tökin sem skila okkur að bakkanum. Og til þess að komast upp á bakkann þarf virðingu og skilning á mannlegum þörfum.

En getum við vonað að þegnar okkar sem flúið hafa land komi til baka fullir bjartsýni á að byggja megi upp þjóðfélag réttlætis og skinsemi. En það er mikil hætta á því að svo verði ekki í náinni framtíð ef ekkert breytist til hins betra.

En í landi sem á mikla framtíð bara ef haldið er rétt á spilunum þurfa stjórnendur á hverjum tíma að  átta sig á því að heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og allir þurfi að hafa til hnífs og skeiðar, háir sem lágir, hvað sem það nú þíðir. Þó kakan sé ekki stór um þessar mundir á að vera hægt að skipta henni á réttlátari hátt en nú er gert. En það hefur því miður ekki tekist ennþá svo viðunandi sé.

Allt á sér upphaf og allt á sé enda. En erum við ekki komin að enda fásinnunnar og foræðishyggjunnar. Hvað gerir drukknandi maður? Grípur í hvað sem er ef eitthvað er að grípa í.  Þó svo að flokkarnir sem nú bjóða fram kasti út björgunarhringum mun drukknandi almenningur ekki treysta sér að grípa neinn þeirra því spottinn er gamall og fúinn af rakalausum þvættingi liðinna ára.  Það verður því að koma til hringur með sterkum spotta sem dugar inn í framtíðina.                                                                                                                                                 En hvar finnur fólkið sem erfa á landið flokk skinsemi og réttlætis. Ef hann er ekki til, þá verður að stofna hann. Að öðrum kosti verður gjörbreytt hugafar stjórnmálamanna að koma til. Sjáum til, ekki er öll nótt úti enn. Gefumst aldrei upp.

IGÞ.

 

 


VÁLEGIR TIMAR FRAMUNDAN !

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er ríkisstjórn sem fékk sitt gullna tækifæri til að sýna að hún væri hin raunverulega félagshyggjustjórn
Stjórn réttlætis og stjórn sem myndi koma og rétta við hag alþýðu Íslands svo áþreifanlegt væri.
Það þarf ekki að útskýra það í alltof mörgum orðum hvernig þessari stjórn hefur tekist til.
Það þekkja allir og ekki síst saklausar fjöldskyldur sem engan þátt áttu í því mikla hruni sem dunið hefur yfir þjóðina.
Og ef einghverjum heilvita manni dettur það í hug að almenningur hafi átt þátt í bankahruninu, þá þarf sá hinn sami að kynna sér málin betur.
Nú heyrist það, að ekki verði lengur frestað nauðungaruppboðum á húsnæði þeirra sem ekki geta staðið í skilum.
Hvar er skjaldborgin?
En það heyrist líka að að viðskiptaráðherra telji það vera frekar skyldu stjórnvalda að koma verðbréfafíklum til hjálpar,
frekar en að koma í veg fyrir að fjöldskyldur fari á vergang.

Ég vil ekki heyra þá fásinnu að það sé búið að gera allt sem hægt sé að gera og ekki heldur að fólk þurfi bara að koma og semja.
Þekki vel tilfelli þar sem leitað hefur verið til Ráðgjafastofu heimilanna og hvorki gengið né rekið.
Alveg frá því í janúar hafa skuldarar verið sveittir við að fylla út óteljandi plögg og skrifa greinagerðir með hnút í maganum.
Þegar hamfarir verða, eldgos, jarðskjálftar svo eitthvað sé nefnt þá eru allir sammála og samtaka um að bjarga þeim sem verða fyrir tjóni.
Og það er gott til þess að vita að enn sé samkendin fyrir hendi með þjóðinni.
En þegar heimilin lenda í þeim erfiðleikum sem nú dynja yfir þá er eins og ráðamenn haldi enn í gamla ruglið: ÞETTA REDDAST..
Hvert er sú ríkistjórn komin sem ekki vill standa vörð um hornstein samfélagsins?
Ekki seinna en í haust. Þá segjum við: GUÐ BLESSI ÍSLAND.


Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?

Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að almenningur hafi unnið til saka í bankahruninu?
Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.
Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.
Skilningsleysi og ráðaleysi þeirra sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um heilsubrest sé að ræða
Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband