Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Græðgi ?
17.4.2017 | 18:40
- 2. 2017
Græðgin á öllum sviðum í okkar þjóðfélagi er orðin svo almenn að það mun hrikta í hagkerfinu ef ekki verður breyting á.
Fæði, klæði,húsnæði og heilbrigðisþjónusta á ekki að vera gróðabrask. Húsnæði á t.d að verðleggjast af raun kostnaði en ekki eftir græðgi verktaka. Umræðan um lækkun byggingarkostnaðar er á villigötum.Lækkun íbúðaverðs næst ekki eingöngu með minni íbúðum og þar er hætta á því að fermetraverð verði hlutfallslega miklu hærra. Það er vitað hvað þarf að gera til að lækka byggingakostnað, en það virðist ekki vera vilji til þess að gera þær ráðstafanir sem að gagni koma. Og hverjar eru þær? Markaðurinn þarf fyrst og fremst að hunsa okurverð og græðgi sem viðgengst bæði á gömlum og nýjum íbúðum. Sveitafélög verða að selja lóðir á kostnaðar verði en ekki hafa þær sem tekjulind. Bankar verða að lækka fjármagnskostnað og lífeyrissjóðir að hætta að lána til leigufélaga, heldur lána íbúða kaupendum með t.d. 3% vöxtum. Er það ekki vaxta krafan sem þér vinna eftir.
Það er óþolandi að ungt fólk eða raunar hver sem er geti ekki með nokkru móti komið upp þaki yfir höfuðið vegna græðgi markaðarins og þeirra sem ráða fjármagninu.
Að fortíð skal hyggja þegar til framtíðar skal byggja. Hvernig var þessum málum háttað hér áður fyrr? Hvað varð til þess að þessi skelfilega þróun átti sér stað, óviðráðanlegt íbúða og leiguverð. Gæti sú þróun átt sér stað að unga fólkið sem er framtíð okkar þjóðar flytji úr landi og komi svo til baka sem hælisleitendur og húsnæðisvandinn leystur. Það er ef til vill ljótt að hugsa svona hvað þà skrifa ,en ástandið í húsnæðismálum er svo ískyggilegt að það kallar fram daprar hugsanir hjá þeim sem búa við þessi ömurlegu kjör.
Alþingi er nú vel mannað ungu fólki. Eigum við að binda vonir við þann hóp vaskra kvenna og manna. Því miður er lítil von til þess að þeir sem hafa allt að tíföldum launum margra þeirra sem berjast við okurhúsnæðiskostnað skilji og finni hinn raunverulega vanda. En sjáum til því ef vonin er farin þá er lítið eftir og framtíðin dökk. Ef ekki verður tekið á þeirri gífurlegu misskiptingu sem viðgengst í þessu þjóðfélagi svo að allir hafi í sig og á og þak yfir höfuðið, þá á þessi þjóð ekki framtíð.
IGÞ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvar finnst flokkur?
12.2.2013 | 23:49
HVAR FINNST FLOKKUR ???
Hvað er með hugsun okkar stjórnmálamanna sem við völdum, og töldum okkur æðri til að hafa vit og dómgreind til afdrifaríkra ákvörðunar fyrir vora þjóð. Hverjar eru lausnir þeirra við hnignandi ástandi? Er það fjölgun flokka eða skilningur á því að við þurfum að standa saman og enginn getur án annars verið.
Allir þættir í fjölmiðlum er fjalla um þjóðmál eru raunar bara sagnfræði líðandi stundar. Farið yfir stöðu mála dagsins og farið yfir talnarunur og afglöp þeirra sem ekki eru í viðtalinu. Þátt eftir þátt í mörgum fjölmiðlum er sami söngurinn um það liðna. Það eru ófáir viðtalsþættir í fjölmiðlum sem enda þannig að þegar kemur að kjarna málsins, Þá er sagt: Við verðumst víst að ljúka þessu núna því tíminn er útrunninn.
Já hvar finnst flokkur? Ekki furða þótt upp í huga komi, hvar í allri þessari flokkaflóru er að finna flokk sem okkur hugnast og hefur skilning á lífinu eins og það er. Þá hugsar lesandinn. Líf hvers manns er eins misjafnt og mennirnir eru margir. En líf í henni efnislegu veröld á jafnt við alla þ.a.e.s. hvernig farið er með almanna fé. Og hvernig fé er aflað í sameiginlegan sjóð landsmanna.
Hvar finnst flokkur sem ekki gerir öldruðum ævikvöldið óþarflega dapurlegt?
Hvar finnst flokkur sem ekki mergsýgur eldriborgara fjárhagslega á dvalar og hjúkrunarheimilum?
Hvar finnst flokkur sem gerir lífeyrisþegum kleyft að búa sem lengst í sýnum íbúðum? Td. með lækkun eða niðurfellingu gjalda?
Hvar finnst flokkur sem ekki skattleggur tekjur sem þarf til lámarks framfærslu?
Hvar finnst flokkur sem ekki letur til öflunar tekna vegna óhóflegra skatta?
Hvar finnst flokkur sem ekki vill afsala sér fullveldi eftir aðeins 69 ára sjálfstæði?
Hvar finnst flokkur sem ekki setur velferð erlendra þegna ofar sinna eigin?
Hvar finnst flokkur sem vill í raun laga verðtrygginguna?
Hvar finnst flokkur sem vill auðlindir 100% í eigu þjóðarinnar?
Hvar finnst flokkur sem ekki vill selja orkufyrirtæki landsins?
Hvar finnst flokkur sem ekki vill einkavæða arðbærustu fyrirtæki þjóðarinnar?
Hvar finnst flokkur sem er treystandi til að leiðrétta skuldir heimilanna?
Hvar finnst flokkur sem í einlagni vill beint lýðræði.
Hvar finnst flokkur sem sem stendur við sín kosningaloforð?
Hvar finnst flokkur sem ekki notar frasann: Stefnt skal að.
Hvar finnst flokkur sem lofar ekki gegn betri vitund?
Alveg frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum, hafa flokkar og þar er enginn flokkur undanskilinn, svikið kosningaloforð. Og það á jafnt við alla flokka að afsökun, svikanna sé þær að ástæður hafi breyst og þá hafi þurft að semja um hlutina. (til að komast í stólana). En fráfarandi stjórn eins og hún er kölluð um þessar mundir hefur slegið öll met t.d.(skjaldborgin) og að mörgum finnst því miður vegna þess að alþýða þessa lands batt miklar vonir við norrænu velferðarstjórnina eins og hún kallar sig.
En er hægt að treysta flokka-skokkurum núna í allri loforðaflórunni um að andlaus orðaflaumur um allt og ekkert komi okkur sökkvandi þjóð upp á yfirborðið. Nei.Það eru réttu tökin sem skila okkur að bakkanum. Og til þess að komast upp á bakkann þarf virðingu og skilning á mannlegum þörfum.
En getum við vonað að þegnar okkar sem flúið hafa land komi til baka fullir bjartsýni á að byggja megi upp þjóðfélag réttlætis og skinsemi. En það er mikil hætta á því að svo verði ekki í náinni framtíð ef ekkert breytist til hins betra.
En í landi sem á mikla framtíð bara ef haldið er rétt á spilunum þurfa stjórnendur á hverjum tíma að átta sig á því að heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og allir þurfi að hafa til hnífs og skeiðar, háir sem lágir, hvað sem það nú þíðir. Þó kakan sé ekki stór um þessar mundir á að vera hægt að skipta henni á réttlátari hátt en nú er gert. En það hefur því miður ekki tekist ennþá svo viðunandi sé.
Allt á sér upphaf og allt á sé enda. En erum við ekki komin að enda fásinnunnar og foræðishyggjunnar. Hvað gerir drukknandi maður? Grípur í hvað sem er ef eitthvað er að grípa í. Þó svo að flokkarnir sem nú bjóða fram kasti út björgunarhringum mun drukknandi almenningur ekki treysta sér að grípa neinn þeirra því spottinn er gamall og fúinn af rakalausum þvættingi liðinna ára. Það verður því að koma til hringur með sterkum spotta sem dugar inn í framtíðina. En hvar finnur fólkið sem erfa á landið flokk skinsemi og réttlætis. Ef hann er ekki til, þá verður að stofna hann. Að öðrum kosti verður gjörbreytt hugafar stjórnmálamanna að koma til. Sjáum til, ekki er öll nótt úti enn. Gefumst aldrei upp.
IGÞ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2013 kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)