Færsluflokkur: Kjaramál
Kjarabarátta.
25.5.2015 | 18:53
Í öllum stéttum þjóðfélagsins er fjárhagur einstaklinga afar misjafn. Þannig er það líka hjá svokölluðum eldriborgurum eða eftirlaunaþegum. En hvað skildi nú valda því að svo illa gengur að bæta kjör eldriborgara og kjörin svo ömurleg sem raun ber vitni. Gæti það verið að því að þeir sem raðast í stjórnir og nefndir séu þeir efnameiri og hafi því minni áhuga á að berjast fyrir fjárhagslegum kjörum en hugsi meir um kúluspilahallir eða hvað þetta nú heitir allt saman. Og gæti það einnig verið að þeir sem fara með þennan málaflokk þurfi ekki að kvíða ellinni miða við að þeim lánist að verða gamlir, því þeir hafa þegar tryggt sér góðan lífeyrir nú þegar. Ekki veit ég, en eitthvað er að. Sem betur fer eru til eftirlaunahópar sem hafa góðan lífeyrir og í sumum tilfellum meira en þeir geta torgað. En hvað með hina sem varla eiga fyrir lyfjum og öðrum nauðsynjum eins og oft er fjallað um í fjölmiðlum. Það þarf að jafna kjör eftirlaunaþega. Misskiptingin þar er orðin óþolandi eins og raunar í öllu þjóðfélaginu. Velferðarráðuneytið gefur út viðmiðunartölur sem þarf til lámargs framfærslu, en eftir því er ekki farið. Nú eru kjarasamningar framundan og yfirvofandi verkföll fjölda stéttafélaga. Kallað er eftir afstöðu stjórnmálaflokka hvort þeir styðji verkafólk í baráttunni. Það þarf einnig að kalla eftir stuðningi við kjör eldri borgara því það má ekki gleyma þeim atkvæðum, hvert atkvæði þeirra vegur jafnt á við þeirra sem meira mega sín.
MUNIÐ ÞETTA ELDRIBORGARAR!!!! MUNIÐ ÞETTA FRAMBJÓÐENDUR.!!!!
Eldriborgarar verða að bera jafnt úr bítum í komandi kjarasamningum eins og aðrir launþegar þessa lands.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)