Færsluflokkur: Dægurmál
VÁLEGIR TIMAR FRAMUNDAN !
27.4.2010 | 09:35
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er ríkisstjórn sem fékk sitt gullna tækifæri til að sýna að hún væri hin raunverulega félagshyggjustjórn
Stjórn réttlætis og stjórn sem myndi koma og rétta við hag alþýðu Íslands svo áþreifanlegt væri.
Það þarf ekki að útskýra það í alltof mörgum orðum hvernig þessari stjórn hefur tekist til.
Það þekkja allir og ekki síst saklausar fjöldskyldur sem engan þátt áttu í því mikla hruni sem dunið hefur yfir þjóðina.
Og ef einghverjum heilvita manni dettur það í hug að almenningur hafi átt þátt í bankahruninu, þá þarf sá hinn sami að kynna sér málin betur.
Nú heyrist það, að ekki verði lengur frestað nauðungaruppboðum á húsnæði þeirra sem ekki geta staðið í skilum.
Hvar er skjaldborgin?
En það heyrist líka að að viðskiptaráðherra telji það vera frekar skyldu stjórnvalda að koma verðbréfafíklum til hjálpar,
frekar en að koma í veg fyrir að fjöldskyldur fari á vergang.
Ég vil ekki heyra þá fásinnu að það sé búið að gera allt sem hægt sé að gera og ekki heldur að fólk þurfi bara að koma og semja.
Þekki vel tilfelli þar sem leitað hefur verið til Ráðgjafastofu heimilanna og hvorki gengið né rekið.
Alveg frá því í janúar hafa skuldarar verið sveittir við að fylla út óteljandi plögg og skrifa greinagerðir með hnút í maganum.
Þegar hamfarir verða, eldgos, jarðskjálftar svo eitthvað sé nefnt þá eru allir sammála og samtaka um að bjarga þeim sem verða fyrir tjóni.
Og það er gott til þess að vita að enn sé samkendin fyrir hendi með þjóðinni.
En þegar heimilin lenda í þeim erfiðleikum sem nú dynja yfir þá er eins og ráðamenn haldi enn í gamla ruglið: ÞETTA REDDAST..
Hvert er sú ríkistjórn komin sem ekki vill standa vörð um hornstein samfélagsins?
Ekki seinna en í haust. Þá segjum við: GUÐ BLESSI ÍSLAND.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?
15.1.2010 | 23:10
Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.
Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.
Skilningsleysi og ráðaleysi þeirra sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um heilsubrest sé að ræða
Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)