Græðgi ?

 

 

  1. 2. 2017

Græðgin á öllum sviðum í okkar þjóðfélagi er orðin svo almenn að það mun hrikta í hagkerfinu ef ekki verður breyting á.

Fæði, klæði,húsnæði og heilbrigðisþjónusta á ekki að vera gróðabrask. Húsnæði á t.d að verðleggjast af raun kostnaði en ekki eftir græðgi verktaka. Umræðan um lækkun byggingarkostnaðar er á villigötum.Lækkun íbúðaverðs næst ekki eingöngu með minni íbúðum og þar er hætta á því að fermetraverð verði hlutfallslega miklu hærra. Það er vitað hvað þarf að gera til að lækka byggingakostnað, en það virðist ekki vera vilji til þess að gera þær ráðstafanir sem að gagni koma. Og hverjar eru þær? Markaðurinn þarf fyrst og fremst að hunsa okurverð og græðgi sem viðgengst bæði á gömlum og nýjum íbúðum. Sveitafélög verða að selja lóðir á kostnaðar verði en ekki hafa þær sem tekjulind. Bankar verða að lækka fjármagnskostnað og lífeyrissjóðir að hætta að lána til leigufélaga, heldur lána íbúða kaupendum með t.d. 3% vöxtum. Er það ekki vaxta krafan sem þér vinna eftir.

Það er óþolandi að ungt fólk eða raunar hver sem er geti ekki með nokkru móti komið upp þaki yfir höfuðið vegna græðgi markaðarins og þeirra sem ráða fjármagninu.

Að fortíð skal hyggja þegar til framtíðar skal byggja. Hvernig var þessum málum háttað hér áður fyrr? Hvað varð til þess að þessi skelfilega þróun átti sér stað, óviðráðanlegt íbúða og leiguverð. Gæti sú þróun átt sér stað að unga fólkið sem er framtíð okkar þjóðar flytji úr landi og komi svo til baka sem hælisleitendur og húsnæðisvandinn leystur. Það er ef til vill ljótt að hugsa svona hvað þà skrifa ,en ástandið í húsnæðismálum er svo ískyggilegt að það kallar fram daprar hugsanir hjá þeim sem búa við þessi ömurlegu kjör.

Alþingi er nú vel mannað ungu fólki. Eigum við að binda vonir við þann hóp vaskra kvenna og manna. Því miður er lítil von til þess að þeir sem hafa allt að tíföldum launum margra þeirra sem berjast við okurhúsnæðiskostnað skilji og finni hinn raunverulega vanda. En sjáum til því ef vonin er farin þá er lítið eftir og framtíðin dökk. Ef ekki verður tekið á þeirri gífurlegu misskiptingu sem viðgengst í þessu þjóðfélagi svo að allir hafi í sig og á og þak yfir höfuðið, þá á þessi þjóð ekki framtíð.

 

IGÞ.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið aumt þegar menn sjá engar lausnir aðrar en að þeir sem stofna fyrirtæki og leggja aleiguna undir reki fyrirtækin sem líknarfélög án hagnaðar. Þegar þeir sem við látum ávaxta sparnað okkar til elliáranna eiga að láta af ávöxtunarkröfum og fara í góðgerðarstarfsemi. Og að sveitarfélög afsali sér tekjum og hækki skatta.

Hvernig var þessum málum háttað hér áður fyrr? Hvað varð til þess að þessi skelfilega þróun átti sér stað, óviðráðanlegt íbúða og leiguverð? Fólk gerði ekki þá kröfu að geta eignast fyrstu íbúð nýja á dýrasta stað í Reykjavík. Sumir leituðu jafnvel útfyrir Reykjavík í fyrstu íbúðarkaupum. Og hér áður fyrr var leiguverð oftast undir kostnaðarverði og íbúðir aðeins til leigi í skamman tíma meðan eigendur þurftu ekki á þeim að halda. Það var betra að fá einhverja leigu en að láta íbúðina standa auða. Krafan um langtímaleigu undir kostnaðarverði gengur ekki upp. Og ekki geta allir búið í hundrað og einum, keypt 150,000 krónu síma árlega, átt nýlegan bíl og djammað allar helgar.

Allt fyrir ekkert og einhver annar á að borga er mottó ungdómsins. Húsnæðisvandinn er engu verri en hann var í mínu ungdæmi. Það hefur ætíð verið þrekvirki og kostað vinnu og fórnir að eignast íbúð.

Ufsi (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband